Kristín Sjöfn á tvö ólík jógakennaranám að baki. Árið 1997 lærði hún hjá Uriel West, sem lengi kenndi hjá Kripalu Yoga Center USA bæði jóga og danskinetics. Uriel kenndi jógastíl sem hann nefndi Fun Fit Yoga. Með þetta nám að baki byrjaði Kristín að kenna í GYM 80. Þaðan lá leiðin í Gerðuberg og loks í Aerobic Sport.
Árið 2001 ákvað Kristín síðan að dýpka jógaástundun sína og læra meira og fór í jógakennaranám hjá Yoga Studio, Ásmundi Gunnlaugssyni. Sá jógastíll sem þá var kenndur í Yoga Studio hefur verið nefndur við Kripalu yoga, en Ásmundur lærði sjálfur í Kripalu Yoga Center USA. Eftir jóganám hjá Ásmundi hætti Kristín að kenna jóga á líkamsræktarstöðvum og kenndi sjálfstætt til ársins 2012 meðal annars í sal Rósarinnar. Jógaflæði á föstudögum eru jógatímar sem Kristín kennir í dag, með aðstöðu í jógastöðinni Yogatma, Skipholti 35.
Kristín heldur hugleiðslunámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og hefur gefið út diskinn Slökun og hugleiðsla með Kristínu Sjöfn.
Kristín þróaði Jóga fyrir börn með AD/HD og var á tímabili í samstarfi við ITR með jógatíma fyrir grunnskólabörn og kenndi þá í Vesturbæjarskóla og Öldutúnsskóla.
Nám í Thailenska jóga nuddinu sótti Kristín til Thailands 2010 og var þar við nám í Chiang mai í norðurhluta landsins. Námið er viðurkennt af Thailenska heilbrigðisráðuneytinu og ITM skólinn www.itmthaimassage.com er einnig viðurkenndur af Thailenska menntamálaráðuneytinu. Skólinn hefur unnið til fjölda verðlauna og er viðurkenndur af ýmsum samtökum óhefðbundinna lækninga utan Thailands.
Ilmolíufræðin – Aromatherapy lærið Kristín Sjöfn í Aromatherapyskóla Íslands – Lífsskólanum hjá Selmu Júlíusdóttir árin 2004 -2006 og hefur starfað sem Aromatherapyisti síðan haustið 2006. Kristín bætti við sig framhaldsnámi árið 2017 í Aromahead Institute hjá Andrea Butje. Síðan bætti hún við sig The Aromatherapy Teacher Training Program í sama skóla Aromahead Institute og lauk námi í desember 2017. Kristín heldur námskeið fyrir almenning um örugga notkun ilmkjarnaolía. Kristín Sjöfn er Skráður Græðari nr. 100.176 og er fullgildur meðlimur nr. FM40781 í International Federation of Professional Aromatherapists IFPA www.ifparoma.org sem eru alþjóðlega samtök ilmolíurfræðinga. Kristín rekur Aromastúdíó í Klapparbergi,Reykjavík.
Lífsorkuheilun lærði Kristín á árunum 1999 -2001 hjá Nicholas Demetry í International School of Etherikos