Aromatherapy

Ilmkjarnaolíur eru rokgjarn vökvi sem fenginn er með eimingu, úrdrætti eða með öðrum aðferðum, úr jurtum. Segja má að þessi vökvi sé einskonar varnar- og ónæmiskerfi jurtanna. Þessir kjarnar eru efnagreindir og lífrænu efnin sem í þeim finnast má nota til að bæta heilsu manna á ýmsan hátt.

Aromatherapy meðferð miðar að því að bæta heilsuna með einstaklingsmiðuðum lausnum.  Í fyrsta viðtali eru allar upplýsingar skráðar niður og útfrá þeim upplýsingum eru síðan þær ilmkjarnaolíur valdar sem henta hverjum og einum og útbúin persónuleg blanda.

Algengasta meðferðin með ilmkjarnaolíum er að bera þær á húð í burðarefnum, annað hvort í olíum eða kremum. Þannig smjúga virku efni þeirra inn í húðina og þaðan í blóðrásina og berast um allan líkamann.

Einnig er algengt að nota ilmkjarnaolíur í olíulampa eða í stauk til innöndunar. Efni þeirra berast inn um nef, þaðan til lungna og dreifast þannig inn í blóðrásina.

Rannsóknir hafa sýnt að 10 mínútum eftir að innöndun hefur átt sér stað finnast efnin í blóðrásinni.

Gera má ráð fyrir 2-3 viðtölum í hverri meðferð. Eftirfylgni er hægt að vinna í gegnum Zoom fyrir þá sem það hentar.

Nánari upplýsingar, verð og tímaskráning: kristinsjofnv@gmail.com