Aromatherapy og nudd

Aromatherapy – ilmolíufræði er það fag sem vinnur með ilmkjarnaolíur. Þær eru notaðar í persónulegar blöndur við ýmsum kvillum og/ eða í nuddmeðferðum. Aromatherapynudd hjá Kristínu Sjöfn er 90 mínútna heilnudd.

Ilmkjarnaolíur eru rokgjarn vökvi sem fenginn er með eimingu, úrdrætti eða með öðrum aðferðum, úr jurtum. Segja má að þessi vökvi sé einskonar varnar- og ónæmiskerfi jurtanna. Þessir kjarnar eru efnagreindir og lífrænu efnin sem í þeim finnast má nota til að bæta heilsu manna á ýmsan hátt. Ilmkjarnaolíurnar vinna heildrænt þannig að ein olía getur haft margskonar virkni á  líkamann.

Algengasta meðferðin með ilmkjarnaolíum er að bera þær á húð í burðarefnum, annað hvort í olíum eða kremum. Þannig smjúga virku efni þeirra inn í húðina og þaðan í blóðrásina og berast um allan líkamann. Nudd er frábær leið til að fá virku efni olíanna inn í líkamsstarfssemina á endurnærandi og slakandi hátt.

Einnig er algengt að nota ilmkjarnaolíur í olíulampa til innöndunar. Efni þeirra berast inn um nef, þaðan til lungna og dreifast þannig inn í blóðrásina.
Rannsóknir hafa sýnt að 10 mínútum eftir að innöndun hefur átt sér stað
finnast efnin í blóðrásinni.

Kínverjar eru taldir hafa verið fyrstir til að nota sér jurtir ilmkjarnaolía til lækninga, fyrir um 6500 árum.
Egyptar voru fyrstir til að átta sig á andlegum áhrifum þeirra.
Þeir smurðu m.a. múmíur sínar með ilmkjarnaolíum. Ilmur þeirra fannst enn
þegar kistur múmíanna voru opnaðar mörg þúsund árum síðar.
Arabar lögðu til eimingartæknina, fyrir um 1200 árum og var þá byrjað að
vinna ilmkjarnaolíurnar eins og þær eru flestar unnar í dag, með eimingu.

Vestrænar vísindarannsóknir á virkni ilmkjarnaolía hafa verið stundaðar nánast í eina öld og er enn verið að rannsaka virkni þeirra. Þannig er stöðugt verið að bæta við þekkingu á virkni þeirra.