Aromatherapynudd

Aromatherapy – ilmolíufræði er það fag sem vinnur með ilmkjarnaolíur. Þær eru notaðar í persónulegar blöndur við ýmsum kvillum og/ eða í nuddmeðferðum.

Aromatherapynudd hjá Kristínu Sjöfn er 90 mínútna heilnudd.

Blandaðar eru persónulegar ilmolíublöndur fyrir hvert nudd.

Nuddið gefur djúpa og nærandi slökun ásamt því að virkja sogæðakerfið.

Kínverjar eru taldir hafa verið fyrstir til að nota sér jurtir ilmkjarnaolía til lækninga, fyrir um 6500 árum.
Egyptar voru fyrstir til að átta sig á andlegum áhrifum þeirra.
Þeir smurðu m.a. múmíur sínar með ilmkjarnaolíum. Ilmur þeirra fannst enn
þegar kistur múmíanna voru opnaðar mörg þúsund árum síðar.
Arabar lögðu til eimingartæknina, fyrir um 1200 árum og var þá byrjað að
vinna ilmkjarnaolíurnar eins og þær eru flestar unnar í dag, með eimingu.

Vestrænar vísindarannsóknir á virkni ilmkjarnaolía hafa verið stundaðar í rúmlega eina öld og er enn verið að rannsaka virkni þeirra. Þannig er stöðugt verið að bæta við þekkingu á virkni þeirra.

Tímapantanir og upplýsingar um verð: kristinsjofnv@gmail.com