Gönguhópurinn er ætlaður 60+ en yngri mega koma í fylgd með fullorðnum. Gönguhópurinn er lítill og við erum að njóta en ekki þjóta. Gengið er á laugardögum kl 10 og við erum að í 2-3 tíma. Göngusvæðið er náttúran í kringum Höfuðborgarsvæðið. Í byrjun hvers mánaðar sendi ég á hópinn áætlun þannig að fólk viti hvert er verið að ganga á hverjum laugardegi.
Enn eru laus pláss í þennan litla og krúttlega hóp.
Ef þú hefur áhuga á að ganga með okkur endilega sendu mér póst á netfangið: kristinsjofnv@gmail.com
